Stefna um vafrakökur
Skilmálar Bakarameistarans um notkun á vafrakökum („cookies“)
1. Hvað er vafrakaka?
Við notum vafrakökur á vefsvæðinu til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda. Vafrakökur eru notaðar í margvíslegum tilgangi, þar á meðal til þess að bæta virkni heimasíðu Bakarameistarans, til greiningar og til að beina auglýsingum til markhópa. Vafrakökur geta innihaldið texta, númer eða upplýsingar eins og dagsetningar, en þar eru engar persónuupplýsingar um notendur geymdar.
Hvað er vafrakaka? Vafrakaka er lítil skrá, gjarnan samsett af bókstöfum og tölustöfum, sem hleðst inn á tölvur þegar notendur fara inn á viss vefsvæði. Vafrakökur gera vefsvæðum kleift að þekkja tölvur notenda. Nánari upplýsingar um vafrakökur er að finna á www.allaboutcookies.org.
Hverjar eru mismunandi gerðir vafrakaka? Setukökur gera vefsvæðum kleift að tengjast aðgerðum notanda meðan á vafrasetu stendur. Þær eru notaðar í margvíslegum tilgangi eins og til dæmis að muna hvað notandi hefur sett í innkaupakörfu meðan hann er inni á vefsvæði. Setukökur má einnig nota í öryggisskyni. Setukökur eyðast almennt þegar notandi fer af vefsvæði og eru því ekki vistaðar til lengri tíma. Viðvarandi vafrakökur vistast á tölvu notanda og muna val eða aðgerðir notanda á vefsvæði.
Þá eru vafrakökur ýmist fyrstu aðila kökur eða þriðju aðila kökur. Það ræðst af léni vefsvæðis sem gerir vafrakökuna hvort hún teljist fyrsta eða þriðja aðila vafrakaka. Fyrsta aðila vafrakökur eru í grundvallaratriðum vafrakökur sem verða til á því vefsvæði sem notandi heimsækir. Þriðja aðila vafrakökur eru þær sem verða til á öðru léni en notandi heimsækir. Þeir sem óttast vafrakökur og vilja aftengja þær geta gert það í vafrastillingum. Tekið skal fram að vefsvæðið Bakarameistarans ábyrgist ekki nákvæmni eða öryggi efnisinnihalds á þriðja aðila vefsvæðum.
2. Notkun Bakarameistarans á vafrakökum
Með því að samþykkja skilmála Bakarameistarans um notkun á vafrakökum er Bakarameistaranum m.a. veitt heimild til þess að:
- Bera kennsl á notendur sem hafa komið áður á vefinn og sníða leit og þjónustu við gestina til samræmis við auðkenninguna,
- Gera notendum auðveldara að vafra um vefsvæðið, til dæmis með því að muna eftir fyrri aðgerðum,
- Þróa og bæta þjónustu vefsvæðisins með því að fá innsýn í notkun hennar,
- Birta notendum auglýsingar
- Safna og senda tilkynningar um fjölda notenda og umferð um svæðið,
Bakarameistarinn notar einnig Google Analytics, Google Ads og Facebook Pixels. Analytics, Ads og Pixels safna upplýsingum nafnlaust og gefur skýrslur um þróun á vefsvæðum án þess að greint sé frá stökum notendum eða persónuupplýsingum. Google Analytics og Facebook Pixels notar sínar eigin kökur til að fylgjast með samskiptum gesta við vefsvæði. Á grundvelli þess áskilur Bakarameistarinn sér rétt til að birta notendum auglýsingar í gegnum endurmarkaðssetningarkerfi Google og Facebook. Upplýsingarnar eru skráðar með aðstoð og notkun á vafrakökum. Þeir sem ekki vilja sjá slíkar auglýsingar geta slökkt á notkun á kökum.
3. Slökkva á notkun á kökum
Notendur geta og er ávallt heimilt að stilla vefvafrann sína þannig að notkun á kökum er hætt, þannig að þær vistast ekki eða vefvafrinn biður um leyfi notenda fyrst. Slíkar breytingar geta dregið úr aðgengi að tilteknum síðum á vefsvæðinu eða vefsvæðinu í heild sinni.
Þú getur hvenær sem er afturkallað þetta samþykki þitt með því að loka á kökur á vefsíðunni eða eyða þeim úr vafra þínum. Það kann hins vegar að hamla virkni síðunnar að einhverju leyti.
Það er mismunandi milli netvafra hvernig breyta á vefkökum, en nánari upplýsingar má nálgast á eftirfarandi tenglum:
- Google Chrome: https://support.google.com/
accounts/answer/32050 - Internet Explore: http://support.microsoft.com/
kb/278835 - Firefox: https://support.mozilla.org/
en-US/kb/delete-cookies- remove-info-websites-stored - Safari: https://support.apple.com/kb/
PH21411?locale=en_US
Notir þú aðra vafra ættir þú að geta fundið upplýsingar um stillingar á vafrakökum á vefsíðu vafrans.
4. Hversu lengi eru vafrakökur á tölvum/snjalltækjum notenda?
Vafrakökur eru geymdar í tölvum notenda að hámarki í 24 mánuði frá því að notandi heimsóttir síðast vefsíðu Bakarameistarans.
5. Meðferð Bakarameistarans á persónuupplýsingum
Allar persónuupplýsingar sem kunna að að verða til við notkun á kökum verða meðhöndlaðar og unnið með þær í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuververnd og meðferð persónuupplýsinga. Bakarameistarinn lýsir því yfir að ekki verði unnið með slíkar upplýsingar í öðrum tilgangi en að framan greinar og þá verða upplýsingarnar ekki varðveittar lengur en þörf krefur miðað við tilgang vinnslu. Persónuupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila nema lög kveði á um annað.
Ef þú hefur einhverjar frekari spurningar, vinsamlegast hafðu samband gegnum tölvupóst:
personuvernd@bakarameistarinn.is í síma 533 3000 eða sendu bréf á eftirfarandi heimilisfang: Bakarameistarinn, Stigahlíð 45-47, 105 Reykjavík, Ísland