Gulur september
Gulur september
Er allt í gulu?
Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum. Á síðastliðnu ári var í fyrsta skipti heill mánuður tileinkaður þessu brýna málefni á Íslandi. Það er von undirbúningshópsins að Gulur september, auki meðvitund samfélagsins um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna - sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju.
Við tökum þátt í gulum september með sölu á gulum vörum í septembermánuði, en þriðjudaginn 10. september er guli dagurinn.